Fyrsta ferðavindtúrbína heimsins

Síðastliðin föstudag héldum við bræður vörukynningu á Petersen svítunni þar sem við kynntum fyrir gestum vörurnar okkar. Þær vörur sem við kynntum voru fyrsta ferðavindtúrbínan í heiminum ásamt fjölnota kapli, sem eiga það sameiginlegt að gera notendum kleift að hlaða raftækin sín hvar og hvenær sem er. Þessar lausnir eru með eitt markmið, að einfalda fólki lífið.

Þrátt fyrir erfiðar áskoranir sem hafa orðið á vegi okkar, þá hefur okkur bræðrunum tekist að framfylgja okkar hugmyndum og fylgjast með þeim verða að veruleika. Við erum sannfærðir um að okkar vörur séu frábær kostur þegar kemur að því að einfalda líf fólks.

Árið 2014, sem eflaust er í margra minnum, þá stóðum við bræður fyrir söfnun á Kickstarter þar sem okkur tókst að safna metfé fyrir okkar hugmyndir. Með þrautseigju og ákveðni höfum við hrint þremur hugmyndum í framkvæmd og kynnum nú loksins fullbúnar vörur fyrir okkar viðskiptavinum og þeim sem að styrktu verkefnin okkar. Við stefnum á að hefja dreifingu á þeim vörum strax í næstu viku. Við trúum því einlægt að góðir hlutir gerist hægt, og í dag stöndum við stoltir á bakvið nýja hönnun á þeim vörum sem voru hannaðar fyrir þremur árum.

Þetta er í fyrsta skipti sem ferðavindtúrbínan fer á markað eftir langt og strembið ferli þar sem hönnun og framleiðsla tóku sinn toll. Ferðavindtúrbína er bylting í tækniheiminum sem kemur til með að breyta möguleikum fólks þegar kemur að því að hlaða tækin sín með vindorku. Ferðatúrbínan býr yfir þeim eiginleikum að vera mjög meðfæranleg, í ljósi þess að hún vegur aðeins undir 800g í þyngd. Varan kemur samanbrotin og er 50cm. Eftir að hafa sett vöruna upp er lengdin á henni 2 metrar. Það sem mér finnst áhugaverðast er þó að það tekur einungis rétt undir einni mínútu að setja hana upp. Varan er búin til úr koltrefjum og áli sem gerir hana að sterkri vöru sem þolir íslenskar aðstæður mjög vel. Ferðavindtúrbínan getur framleitt allt að 40W og er með 12v tengi sem gerir notendum kleift að hlaða stærri tæki en t.d. síma. “Ég er mjög spenntur að fara með tæknivöru sem er framleidd hérna á Íslandi á alþjóðlegan markað.” sagði Ágúst Arnar Ágústsson framkvændarstjóri í kynningunni.

Almenn sala á ferðavindtúrbínunni hefst í næstu viku á heimasíðu félagsins.

 

Virðingarfyllst

Ágúst Arnar Ágústsson

 

Media kit

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *